HK Rannversson í Out There hlaðvarpinu

30.04.2024

Heiðar Kári Rannversson er listfræðingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri sem kom í seinasta þátt Out There til að ræða nýleg verkefni. Hann ræðir við Becky og Tinnu um sýningar Sóleyju Ragnarsdóttur Hjartadrottning og Þórs Vigfússonar Staðir, tölur sem opnuðu nýverið í Gerðarsafni. Einnig ræðir hann framtíð Listfræði á Íslandi og ferðatöskuverkefnið Outside Looking In, Inside Looking Out. Heiðar Kári var deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn frá 2018-2022 og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur frá 2013-2016. Undanfarin tíu ár hefur Heiðar Kári unnið fjölmörg rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir innlendar og erlendar liststofnanir, m.a. Nýlistasafnið, Hafnarborg, Listasafn Íslands og Myndlistarmiðstöð. Hann hefur verið formaður Listfræðafélags Íslands frá árinu 2023.

Í þættinum er meðal annars fjallað um eftirfarandi listamenn og verkefni:

Sóley Ragnarsdóttir er dönsk-íslensk myndlistarkona búsett í Stenbjerg, Thy í Danmörku. Hún lauk meistaraprófi frá Städelschule í Frankfurt, Þýskalandi árið 2019 undir handleiðslu Amy Sillman, Monika Baer og Nikolas Gambaroff. Á síðustu árum hefur Sóley vakið verðskuldaða athygli á danska og alþjóðlega myndlistarsviðinu og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk Sóleyjar má finna í einkasöfnum erlendis og Statens Kunstfond í Danmörku. Verk hennar eru nú til sýnis í Gerðasafni.

Þór Vigfússon býr og starfar í Reykjavík og á Djúpavogi. Hann sýndi fyrst í Gallerí SÚM árið 1974 og hefur síðustu fimm áratugi haldið fjölda sýninga víða um heim. Hann hefur einnig unnið mörg verk fyrir opinberar nýbyggingar hér á landi undanfarin 20 ár, síðast verkið Flækja (2024) fyrir nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis. Þór var einn af stofnendum Nýlistasafnsins árið 1978 og kom einnig að stofnun ARS LONGA samtímalistasafns á Djúpavogi árið 2022. Verk hans eru í eigu íslenskra safna og í einkasöfnum hérlendis og erlendis. Þór hlaut Gerðarverðlaunin árið 2021 fyrir ríkulegt framlag sitt til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Nú eru innsetning hans Tölur, staðir til sýnis í Gerðarsafni.

Outside looking in, inside looking out er ferðasýninginí sýningarstjórn Heiðars Kára Rannverssonar sem hefur verið á ferð og flugi um heiminn árið 2023; Helsinki, New York og Amsterdam. Mun hún halda áfram árið 2024 á ferð og flugi með næstu áfangastaði á borð við Japan, Frakkland og Noreg. Sýningin er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Íslandsstofu og sendiskrifstofa Íslands víða um heim og er ætlað að kynna nýja kynslóð myndlistarmanna frá Íslandi.

Yfirlitsmynd. Sóley Ragnarsdóttir, Hjartadrottning (2024). Gerðarsafn.

Yfirlitsmynd. Þór Vigfússon, Staðir, tölur (2024). Gerðarsafn.

Smáatriði. Sóley Ragnarsdóttir, Hjartadrottning (2024). Gerðarsafn.

Yfirlitsmynd. Þór Vigfússon, Staðir, tölur (2024). Gerðarsafn.

Yfirlitsmynd. Outside Looking In, Inside Looking Out (2023). New York.

Einnig stikluðu Becky og Tinna á stóru um Feneyjatvíæringinn sem opnaði á dögunum. Þær fjölluðu um í stuttu máli eftirfarandi sýningar ásamt fleiri hápunktum frá foropnunarvikunni og aðalsýninguna Ókunnugir allstaðar sem er sýningastýrð af Adriano Pedrosa.

Yfirlitsmynd frá Nígeríska skálanum.

Nærmynd. Pakui Hardware sem eru fulltrúar Litháen.

Stilla úr myndbandi Eimear Walshe sem er með sýninguna Rómantískt Írland.

Mataaho kollektífið með áhrifamikið textílverk við inngang Arsenale, eitt af aðalsvæðum tvíæringsins.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur